Áhættumat
Hvaða vinnustaðir eiga að gera áhættumat og hver á vinnustaðnum á að sjá um framkvæmdina?
Á námskeiðinu er farið yfir hvað vinnuverndarlögin og reglugerðir segja um áhættumat. Uppbygging áhættumatsins og hugmyndafræði þess er útskýrð. Kennd er einföld og markviss aðferð til að gera áhættumat en hún heitir „sex skref við gerð áhættumats“. Aðferðin byggist á notkun gátlista og eyðublaða frá Vinnueftirlitinu. Á námskeiðinu eru gerðar raunhæfar æfingar í að greina hættur í vinnuumhverfinu. Farið er yfir eyðublöð og verkfæri sem gott er að nota við áhættumat. Að námskeiðinu loknu eiga þátttakendur auðvelt með að gera áhættumat á sínum vinnustað. Þátttakendur geta sent kennurum námskeiðsins spurningar um eigið áhættumat að námskeiðinu loknu.
Verð og upplýsingar
Verð 24.800 KR á mann, gefinn er afsláttur fyrir hópa.
Næsta námskeið verður haldið
- 20. janúar
- 31. mars
Námskeiðið er kennt í fjarfundi gegnum Google Meet. Námskeiðin byrja alltaf klukkan 13:00 og standa til 15:00
Námskeiðið byggist upp af fyrirlestrum og verkefnum og sýndur er fjöldi mynda af raunverulegum aðstæðum.
Flest stéttarfélög, Virk, Rafmennt, Iðan, Vinnumálastofnun og Áttin veita styrki fyrir námskeiðinu eða hluta þess.
Hægt er að halda námskeiðið fyrir einstök fyrirtæki eftir nánara samkomulagi og aðlaga það að viðkomandi starfsemi.