Brúkrananámskeið Vinnuverndarskólans er í 100% fjarnámi. Þátttakendur horfa á stutta fyrirlestra í tölvu og taka tvö krossapróf. Það er hægt að byrja á námskeiðinu þegar hver og einn vill og menn geta lært þegar þeir vilja. Það má reikna með því að það taki 3-4 klst. að klára námskeiðið.
Námskeiðið skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn fjallar um vinnuverndarlög, reglur og vinnuverndarstarf. Seinni hlutinn fjallar um uppbyggingu og notkun brúkrana, stjórntæki, hífivír, ásláttarbúnað o.fl.
Flest stéttarfélög, Virk, Rafmennt, Iðan og Vinnumálastofnun veita styrki fyrir námskeiðinu eða hluta þess.