Öryggismenning

Miklar framfarir hafa náðst síðustu áratugi í efnislegu og tæknilegu öryggi á vinnustöðum, t.d. við hönnun vinnustaða og við öryggisbúnað véla og tækja. Til þess að ná lengra í öryggismálum og fækka vinnuslysum enn frekar þarf að beita nýjum aðferðum. Skoða þarf sálræna og félagslega þætti í samspili við vinnuskipulag og vinnuumhverfi.      
Á þessu námskeiði verður fjallað um hvernig má innleiða öryggismenningu á vinnustað, þ.e. breyta hugsun og hegðun starfsmanna og stjórnenda til langs tíma.
Kennsluefnið er byggt á sænskri aðferðafræði sem kallast „Byggt á öryggi“. Hugmyndafræði „Safety I og II“ verður einnig kynnt.
Námskeiðið byggist upp af fyrirlestri, umræðum, verkefnum, myndum og myndböndum.                                                                                                                                                                             

Fyrir hverja er námskeiðið?

Alla sem vilja auðlast meiri þekkingu á öryggismenningu og fá upplýsingar um hvernig má koma henni á og viðhald henni.                                                                

Ávinningur

Þátttakendur kynnast nýrri hugmyndafræði til að auka öryggi á vinnustöðum og fækka vinnuslysum.

Verð og upplýsingar

Verð: 19.500 ISK á mann, gefinn er afsláttur fyrir hópa.
Hægt er að halda námskeiðið fyrir einstök fyrirtæki eftir nánara samkomulagi.
 

Næsta námskeið verður: 11. desember

Lengd: 2 klst. á Teams eða kennslustofu.

Flest stéttarfélög, Virk, Rafmennt, Iðan og Vinnumálastofnun veita styrki fyrir námskeiðinu eða hluta þess.