Faglegir ráðgjafar Vinnuverndarnámskeið ehf
Ágúst Ágústsson
Iðnaðartæknifræðingur
Ágúst starfaði hjá Vinnueftirlitinu frá 1996 til 2024. Hann starfaði sem deildarstjóri katla- og þrýstihylkjadeildar og færðist síðar í tæknideild þar sem hann starfaði fyrst sem aðstoðardeildarstjóri en frá 2015 sem deildarstjóri tæknideildar Vinnueftirlitsins. Ágúst er m.a. sérfræðingur í vélum, þrýstibúnaði þar með talið gufukerfum, CE merkingum og gasbúnaði.
Ágúst var fulltrúi Vinnueftirlitsins í faggildingaráði og sótti fundi í norrænum samstarfsnefndum á svið þrýstibúnaðar og véla og tækja.
Björn Þór Rögnvaldsson
Lögfræðingur
Björn Þór var lögfræðingur Vinnueftirlitsins frá 2007 til 2023. Björn var deildarstjóri lögfræðideildar og ritari stjórnar Vinnueftirlitsins lengst af þeim tíma sem hann vann hjá stofnuninni. Hann sat einnig í stjórn Vinnuverndarstofnunar ESB (EU OSHA) og var fulltrúi Íslands í ráðgjafanefnd ESB um vinnuvernd (ACSH). Björn Þór hefur yfirburða þekkingu á lögum og reglugerðum um vinnuverndarmál og hefur skrifað fræðigreinar um vinnuverndarrétt.
Guðmundur Þór Sigurðsson
Byggingafræðingur
Hann vann hjá Vinnueftirlitinu frá 2012 til 2014 sem fyrirtækjaeftirlitsmaður og síðan sem verkefnastjóri í fræðsludeild frá 2014 til 2019. Guðmundur Þór er m.a. sérfræðingur í öryggi á byggingavinnustöðum og vinnu í hæð.
INGHILDUR EINARSDÓTTIR
Vinnuvistfræðingur
Stjórnmálafræðingur og M.A. í vinnuvistfræði frá Loughborough University Englandi. Hún vann hjá Vinnueftirlitinu frá 1998 til 2004 í fræðsludeild og frá 2005 til 2006 sem fagstjóri áhættumats og frá 2007 til 2019 sem deildarstjóri fræðsludeildar
Jóhannes Helgason
Líffræðingur
Hann var fagstjóri í Efna- og hollustuháttadeild Vinnueftirlitsins frá 2007 til 2016 og deildarstjóri sömu deildar frá 2017 til 2019.
Kristinn Tómasson
Geðlæknir
Hann var yfirlæknir og aðstoðarforstjóri Vinnueftirlitsins frá 1999 til 2019.