Fallvarnir
Vinna í hæð

Hvað er vinna í hæð? 

Farið er yfir hvernig má vinna í hæð á öruggan hátt. Áhættumat við vinnu í hæð þarf að fara fram nokkru áður en vinnan hefst. Á námskeiðinu er m.a. fjallað um handrið og hlera, röraverkpalla og nýlega reglugerð um þá, trévinnupalla, hjólapalla, lyftiverkpalla, hengiverkpalla, skæralyftur og að lyfta fólki með vinnuvélum, t.d. spjótum, krönum og lyfturum. Einnig er fjallað um stiga, tröppur, fallbelti og línur. Að lokum er fjallað um skráningu, tilkynningu og tölfræði fallslysa.

Verð og upplýsingar

Verð 18.800ISK á mann, gefinn er afsláttur fyrir hópa.

Námskeiðið er kennt í fjarfundi gegnum Teams.

Námskeiðið byggist upp af fyrirlestrum og sýndur er fjöldi mynda og myndbanda af raunverulegum aðstæðum. 

Flest stéttarfélög, Virk, Rafmennt, Iðan og Vinnumálastofnun veita styrki fyrir námskeiðinu eða hluta þess.

Hægt er að halda námskeiðið fyrir einstök fyrirtæki eftir nánara samkomulagi og aðlaga það að viðkomandi starfsemi.

Næstu námskeið verða haldin:

  • 4. desember
  • 1. febrúar á ensku