Flokkstjórar í vinnuskólum

Upplýsingar

Á vinnuverndar- og öryggisnámskeiði fyrir flokkstjóra í vinnuskólum verður fjallað um áhættumat starfa, slysavarnir, mikilvægi góðrar umgengni sem er stór þáttur öryggismenningar, ábyrgð og skyldur atvinnurekanda og flokkstjóra. Hvað mega ungmenni á aldrinum 13-17 ára vinna við hjá vinnuskólum sveitarfélaga og hvaða vinnu mega þau ekki vinna. Reglugerð um vinnu barna og unglinga nr. 426/1999 er kynnt. Einnig verður fjallað um slysaskráningu, persónuhlífar, líkamsbeitingu, vinnu við sláttuvélar og háþrýstidælur, hvaða málningu og efni ungmenni mega nota o.fl. 

Í námsefninu er mikið af myndum og sýndar verða stuttar teiknimyndir af NAPO en efnið um hann er búið til af vinnuverndarstofnun Evrópu.

Verð

Námskeiðið verður haldið á Temas.

Námskeiðið verður í boði tvisvar vorið 2024  en einnig er hægt að halda það fyrir stóra hópa í stofu eða á Teams eftir nánara samkomulagi. Afsláttur er veittur fyrir hópa.

Næstu námskeið verða:

  • 23.05.24. kl. 13:00 – 15:00
  • 03.06.24. kl. 13:00 – 15:00

Verð 19.800 kr. á mann