Fyrirtækið Fagurverk ehf sem er vaxandi fyrirtæki í jarðvinnu, hellulögnum og garðvinnu, hafði samband við okkur hjá Vinnuverndarnámskeið ehf, þau vantaði m.a. aðstoð við að koma á kerfi öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða. Einnig vildu þau fá okkur til að skoða vinnuaðstæður þeirra með tilliti til vinnuverndar og slysavarna. Við heimsóttum vinnustöðvar Fagurverks, tókum myndir og bjuggum til u.þ.b. tveggja klukkutíma námskeið um almenna vinnuvernd. Fjallað var um réttidi, skyldur og ábyrgð atvinnurekenda og launamanna á vinnuverndarstarfi en einnig var öryggistrúnaðarmannakerfið kynnt.
Í miðju námskeiðinu var gert stutt hlé, öryggistrúnaðarmaður kosinn og einnig var kynntur öryggisvörður sem atvinnurekandi hafði skipað. Þetta gekk mjög vel og var frábært tækifæri til að kynna öryggistrúnaðarmanninn og öryggisvörðinn fyrir öllu strafsfólki. Eftir hlé var farið yfir aðstæður hjá Fagurverki, vélar og tæki þeirra. Sýndar voru myndir úr þeirra vinnuumhverfi og kynnt þrjú atriði sem auðvelt var að bæta hjá fyrirtækinu varðandi vinnuvernd og öryggi starfsfólks.
Í vor munum við svo heimsækja þau aftur og skoða hvernig þeim hefur gengið að bæta vinnuumhverfið. Þá verða tekin fyrir ný atriði sem geta bætt vinnuumhverfið og aukið öryggi þeirra enn frekar. Námskeiðið lagðist vel í bæði starfsfólk og stjórnendur.
22.12.2022