Fréttir

Tvö námskeið um lokað rými fyrir Norðurorku

Vinnuverndarnámskeið ehf héldu tvö námskeið um lokað rými fyrir Norðurorku. Námskeiðin voru á Teams, fyrra námskeiðið var klukkan 8 og seinna námskeiðið var klukkan 13. Mikil umræða varð á námskeiðunum, góðar spurnigar og margar hugmyndir komu frá starfsfólki hvað væri hægt að gera betur.

16.01.2023

namskeid nordurorku

Námskeið fyrir Fagurverk

Fyrirtækið Fagurverk ehf sem er vaxandi fyrirtæki í jarðvinnu, hellulögnum og garðvinnu, hafði samband við okkur hjá Vinnuverndarnámskeið ehf, þau vantaði m.a. aðstoð við að koma á kerfi öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða. Einnig vildu þau fá okkur til að skoða vinnuaðstæður þeirra með tilliti til vinnuverndar og slysavarna. Við heimsóttum vinnustöðvar Fagurverks, tókum myndir og bjuggum til u.þ.b. tveggja klukkutíma námskeið um almenna vinnuvernd. Fjallað var um réttidi, skyldur og ábyrgð atvinnurekenda og launamanna á vinnuverndarstarfi en einnig var öryggistrúnaðarmannakerfið kynnt.

Í miðju námskeiðinu var gert stutt hlé, öryggistrúnaðarmaður kosinn og einnig var kynntur öryggisvörður sem atvinnurekandi hafði skipað. Þetta gekk mjög vel og var frábært tækifæri til að kynna öryggistrúnaðarmanninn og öryggisvörðinn fyrir öllu strafsfólki. Eftir hlé var farið yfir aðstæður hjá Fagurverki, vélar og tæki þeirra.  Sýndar voru myndir úr þeirra vinnuumhverfi og kynnt þrjú atriði sem auðvelt var að bæta hjá fyrirtækinu varðandi vinnuvernd og öryggi starfsfólks.

Í vor munum við svo heimsækja þau aftur og skoða hvernig þeim hefur gengið að bæta vinnuumhverfið. Þá verða tekin fyrir ný atriði sem geta bætt vinnuumhverfið og aukið öryggi þeirra enn frekar. Námskeiðið lagðist vel í bæði starfsfólk og stjórnendur.

22.12.2022

vinnuvernd namskeid

Námskeið fyrir ISAVIA

Vinnuverndarnámskeið ehf hélt tvisvar sinnum þrjú námskeið fyrir ISAVIA. Námskeiðin voru um áhættumat, fallvarnir – vinnu í hæð og vinnu í lokuðu rými. Námskeiðin fóru fram hjá ISAVIA í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Á myndunum
má sjá þátttakendur hlusta á fyrirlestra og vinna hópverkefni um áhættumat.
Hópavinnan gekk vel og voru þátttakendur sérstaklega ánægðir með hana.

12.12.2022

Námskeið fyrir Össur

Össur bað okkur um að halda fyrirlestur um vinnuverndarstarf sem hluta af fræðslu í öryggisviku þeirra í október. Það var gaman og fróðlegt að heimsækja Össur og sjá hvað þar er verið að gera marga flotta og spennandi hluti varðandi vinnuverndar- og öryggismál. Við munum þjónusta þá meira í framhaldinu með ýmsum námskeiðum. Myndin er frá fyrirlestrinum í öryggisvikunni.

01.11.2022

namskeid össur

Verkstjóranámskeið fyrir BYKO

Vinnuverndarnámskeið ehf héldu 3 verkstjóranámskeið fyrir BYKO í október. Námskeiðin voru haldin  í kennslustofu BYKO í Breidd.

Á myndinni eru æðstu stjórnendur og forstjóri BYKO en þau mættu á eitt námskeiðanna.

27.10.2022

verkstjóranámskeið

Heit vinna

Vinnuverndarnámskeið ehf hélt þrjú námskeið í október um heita vinnu fyrir starfsfólk ÍSAL.
Það var góð umræða á öllum námskeiðunum m.a. um slípirokka, gastæki, eldvarnir, fallvarnir við heita vinnu o.fl.

18.10.2022

heita vinna

Fimm námskeið fyrir iðnaðarmenn á Landspítalanum.

Vinnuverndarnámskeið ehf hélt fimm námskeið fyrir iðnaðarmenn Landspítalans í apríl og maí.
Hvert námskeið fjallaði um vinnuverndarstarf, áhættumat, vinnuslys og fallvarnir. 
Það skapaðist góð umræða á öllum námskeiðunum og það er stefnt á að halda framhaldsnámskeið í haust.
 

21.07.2022 

vinnuvernd namskeid

Námskeið fyrir GG-verk á íslensku, ensku og pólsku

Vinnuverndarnámskeið ehf hélt nokkur námskeið um vinnuslys og fallvarnir fyrir GG-verk á íslensku, ensku og pólsku. Námskeiðin voru haldin í húsnæði GG-verks. Eftir COVID fárið var gaman að hitta fólk í raunheimum og eiga samtal um vinnuverndarmál. Einnig var haldið verkstjóranámskeið í TEAMS. Myndin vinstra megin er frá fallvarnarnámskeiði á ensku og á hægri myndinni túlkar Magdalena á pólsku. 

28.03.2022 

Vinnuvernd á ensku
vinnuvernd á pólsku