Fréttir

Námskeið fyrir Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Vinnuverndarnámskeið ehf hélt námskeið um vinnuverndar- og öryggismál fyrir Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) 15. ágúst. Viku áður höfðu fulltrúar Vinnuverndarnámskeið heimsótt skólann, skoðað aðstæður og tekið myndir. Í FS fer fram hefðbundið bóknám en líka verknám svo sem húsasmíði, rafvirkjun, vélvirkjun o.fl.  Mest áhersla var lögð á að skoða aðstæður þar sem verknám fer fram. Okkur hjá Vinnuverndarnámskeið leist mjög vel á aðstæður hjá FS og flest var til fyrirmyndar varðandi vinnuverndar- og öryggismál. Það varð einstaklega góð umræða á námskeiðinu um hvað væri vel gert í þessum málum og hvað mætti gera betur.

Á myndunum hér að neðan má sjá einhverja flottustu efnisrekka sem við höfum séð, snyrtilegan neyðarútgang og festingu gaskúta. Einnig er mynd að flottri almennri og staðbundinni loftræstingu. Við hliðina á kennarastofunni voru stórir prentar og ljósritunarvélar geymdar í sérstöku rými sem var vel loftræst.
27.08.2024

Vinnuverndarnámskeið
Vinnuverndarnámskeið
Vinnuverndarnámskeið

Röraverkpallanámskeið fyrir HD

Vinnuverndarnámskeið ehf hélt námskeið um röraverkpalla fyrir HD í húsnæði þeirra í Mosfellsbæ. Námskeiðið var bæði bóklegt og verklegt. Fyrir hádegi kenndi Eggert Björgvinsson bóklegan hluta námskeiðsins um fallvarnir almennt og sérstaklega um röraverkpalla og reglugerð um þá frá 2018. Eftir hádegi kenndi Aron Tafjord verklegan hluta námskeiðsins, þátttakendur settu upp röraverkpall og tóku hann svo niður samkvæmt leiðbeiningum Arons. Hópnum var skipt í tvennt, á meðan einn hópur setti upp röraverkpall hjá Aroni prófaði annar hópur að fara í fallbetli og línu hjá Eggerti. Allir sem fóru í fallbelti og línu fengu að prófa að hanga í búnaðnum. Starfsfólk HD var mjög áhugasamt og skapaðist mikil og góð umræða á námskeiðinu, einkum á verklega hlutanum.
Sjá myndir frá námskeiðinu.

26.06.2024

HDnamskeid
Röraverkpallanamskeid
röraverkpallar

Verkstjóranámskeið fyrir Skólamat

Vinnuverndarnámskeið hélt Verkstjóranámskeið fyrir Skólamat í glæsilegu húsnæði fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Fulltrúar Vinnuverndarnámskeið heimsóttu Skólamat fyrir Páska, skoðuðu aðstæður og tóku myndir til undirbúnings fyrir námskeiðið. Námskeiðið fór svo fram stuttu eftir Páska. Skólamatur er bæði rekið í eldra húsnæði og nýju húsi. Nýja húsið er hannað fyrir starfsemina og er á allan hátt glæsilegt. Alls staðar er skipulag, umgengni og ræsing til mikils sóma. Neyðarbúnaður, slökkvitæki og fleira er eins og best verður á kosið. Starfsmannaaðstaða er aðlaðandi og glæsileg, mildir litir og lýsing, spilaborð, píluspjald o.fl. til að gleðja starfsfólk. Það var fróðlegt og skemmtilegt að heimsækja Skólamat og sérsníða Verkstjóranámskeið að þeim og þeirra aðstæðum. 

03.05.2024

skólamat vinnuvernd
skólamat vinnuvernd
skólamat
skólamat vinnuvernd

Nýr sérfræðingur í fagráð Vinnuverndarnámskeið ehf

Ágúst Ágústsson iðnaðartæknifræðingur hefur tekið sæti í fagráði Vinnuverndarnámskeið ehf.

Ágúst starfaði hjá Vinnueftirlitinu frá 1996 til  1. mars 2024. Hann starfaði sem deildarstjóri katla- og þrýstihylkjadeildar og færðist síðar í tæknideild þar sem hann starfaði fyrst sem aðstoðardeildarstjóri en frá 2015 sem deildarstjóri tæknideildar Vinnueftirlitsins.  Ágúst er m.a. einn helsti sérfræðingur landsins  í öryggi varðandi vélar, þrýstibúnað þar með talið gufukerfum, CE merkingum og gasbúnaði. 

Vinnuverndarnámskeið ehf fagnar sérstaklega komu Ágústs í fagráðið hann er hafsjór þekkingar um vélar, þrýsti- og gasbúnað o.fl. Ágúst mun kenna námskeið um katla og fleiri námskeið í samvinnu við Vinnuverndarnámskeið komandi ár.

11.04.2024

Nýr sérfræðingur í fagráð Vinnuverndarnámskeið ehf

Björn Þór Rögnvaldsson hefur tekið sæti í fagráði Vinnuverndarnámskeið ehf, hann var lögfræðingur Vinnueftirlitsins frá 2007 til 2023. Björn Þór var deildarstjóri lögfræðideildar og ritari stjórnar Vinnueftirlitsins lengst af þeim tíma sem hann vann hjá stofnuninni. Hann sat einnig í stjórn Vinnuverndarstofnunar ESB (EU OSHA) og var fulltrúi Íslands í ráðgjafanefnd ESB um vinnuvernd (ACSH).

Við fögnum komu Björns Þórs í fagráðið, hann er hafsjór þekkingar um lög og reglugerðir varðandi vinnuverndarmál. 

26.02.2024

Tvö námskeið um  notkun efna fyrir Strætó

Vinnuverndarnámskeið ehf héldu tvö námskeið fyrir starfsfólk á verksæði Strætó með áherslu á notkun varúðarmerktra efna. Annað námskeiðið var á íslensku og hitt á ensku. Á verkstæði Strætó eru strætisvagnarnir þjónustaðir, smurðir og gert við þá. Það er gert við beyglur, dekk, biluð sæti og flest sem getur bilað í stórum bílum. Strætó leggur mikla áherslu á vinnuverndarmál og öruggt vinnuumhverfi. Á verkstæðinu þarf að nota mikinn fjölda af varúðarmerktum efnum og hvergi höfum við séð öryggisblöð geymd á eins skipulegan og aðgengilegan hátt. Inni á miðju verkstæðinu er skjalaskápur þar sem öllum öryggisblöðum er raðað í stafrófsröð, sjá myndir.

26.02.2024

vinnuvernd fyrir Straetó
vinnuvernd fyrir Straetó

Vinnuvélanámskeið fyrir unga sem aldna

Aðalsteinn Valur Einarsson 23 ára og amma hans doktor Ingibjörg Valdís Jónsdóttir sem varð áttræð á síðasta ári fóru saman á vinnuvélanámskeið hjá Vinnuverndarnámskeið ehf. Ingibjörg Valdís er doktor í talmeinafræðum en Aðalsteinn Valur hefur mikinn áhuga á vinnuvélum. Þau fóru einstaklega vel yfir námsefnið og sendu okkur fjölda spurninga um það. Þau sendu okkur líka ábendingar um hvað mætti gera betur í námsefninu og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það. Að lokum mættu þau í skriflegt lokapróf og stóðu sig vel á því.

12.02.2024

Vinnuvélanámskeið fyrir unga sem aldna

Námskeið um skipskrana og áhættumat starfa fyrir Arnarlax

Starfsmenn Vinnuverndarnámskeið fóru vestur á firði í fjóra daga og héldu þrjú námskeið fyrir Arnarlax.

Á mánudagsmorgni var byrjað  á bóklegu námskeiði um skipskrana og eftir hádegi var haldið verklegt námskeið um notkun, öryggi og umhirðu skipskrana. Á þriðjudeginum var svo haldið námskeið um skipskrana fyrir aðra vakt. Mikil og góð umræða skapaðist á báðum námskeiðunum, sérstaklega þegar komið var um borð í skipið og byrjað að nota kranann.

Á miðvikudeginum skoðuðum við seiðaeldi á Tálknafirði, fiskvinnslu og vatnshreinsun á Bíldudal og að lokum fórum við út í fóðurpramma og kvíar í Arnarfirði. Við tókum mikinn fjölda mynda á öllum stöðunum og notuðum þær á námskeiði um áhættumat starfa sem haldið var á Patreksfirði á fimmtudagsmorgninum. Á námskeiðinu var farið yfir vinnuverndarstarf og áhættumat starfa hjá Arnarlaxi. Mjög margt var til mikillar fyrirmyndar á öllum stöðunum sem við skoðuðum varðandi vinnuverndar- og öryggismál. Sérstaka athygli vakti hjá okkur notkun Arnarlax á lekabyttum. Við höfum aldrei áður séð eins margar og flottar lekabyttur. Það var einstaklega fróðlegt og skemmtilegt að koma út á fóðurpramma og kvíar. Praminn er nýlegur og mjög flottur, umgengni og ræsting þar var eins við höfum séð hjá virkjunum landsins eða í fullkomnu lagi.

16.01.2024

Arnalax vinnuvernd
Arnalax vinnuvernd
Arnalax vinnuvernd
Arnalax vinnuvernd
Arnalax vinnuvernd

Fimm námskeið fyrir Garra

Vinnuverndarnámskeið ehf hélt fimm námskeið fyrir Garra í nóvember, tvö um vinnuvernd á skrifstofu og þrjú um öryggismál í vöruhúsi, þar af var eitt námskeið á ensku. Fulltrúar Vinnuverndarnámskeið heimsóttu Garra, skoðuðu fyrirtækið og tóku myndir. Myndirnar voru svo notaðar á námskeiðunum.

Vöruhús Garra var til mikillar fyrirmyndar varðandi öryggis- og vinnuverndarmál. Umgengni, skipulag og ræsting var upp á 10. Lýsing, inniloft, hljóðvist, gólfefni o.fl. var eins og best verður á kosið. Merkingar og árekstrarvarar voru til fyrirmyndar.

Umgengni, ræsting og árekstrarvarar upp á 10 hjá Garra.

27.11.2023

Garri VVS
GarriVVS

Námskeið í Vestmannaeyjum

Vinnuverndarnámskeið ehf hélt námskeið um sálfélagslegt vinnuumhverfi, einelti og áreitni í Vestmannaeyjum. Námskeiðið var haldið í samvinnu við Visku – Fræðslu og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabæ. Einnig kom fjöldi þátttakenda frá öðrum fyrirtækjum. Viska er með góða aðstöðu og vel fór um tæplega 30 þátttakendur. Umræða á námskeiðinu var mjög góð. Það var skemmtilegt fyrir kennara Vinnuverndarnámskeið ehf að heimsækja Vestmannaeyjar, halda námskeið í kennslustofu og hitta fólk í raunheimum en ekki á tölvuskjá.

7.11.2023

Frétt um ferðaþjónustu námskeið

Vinnuverndarnámskeið ehf hélt enskt öryggistrúnaðarmanna námskeið sérstaklega aðlagað að ferðaþjónustu þann 26.09.23. Við höfðum fundið fyrir talsverðum áhuga ferðaþjónustunnar á að fá svona námskeið og ákváðum að taka af skarið og aðlaga námskeiðið að aðstæðum og vinnu í ferðaþjónustu. Leifur Gústafsson er lærður leiðsögumaður en bæði hann og Eggert Björgvinsson hafa starfað í ferðaþjónustu. Viðbrögð og þátttaka var góð og ánægja þátttakenda mikil. Hér að neðan er póstur frá einum þáttakanda.

“On behalf of Hidden Iceland and all our course attendees, thank you for the course and sending through the slides.
We are excited to get the ball rolling with our Safety Committee and very much appreciate all the help you have given us. We have our first official meeting early next month and will reach out if we have any further questions.

Thanks again.
All the best,
Emily Rose Ola Bridger
Guide & Operations Manager”

29.09.2023

öryggisverði í ferðaþjónustu

Vinnuverndarnámskeið efh hefur keypt Vinnuverndarskóla Íslands

Vinnuverndarnámskeið ehf og Keilir – Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, hafa komist að samkomulagi um að Vinnuverndarnámskeið ehf kaupi Vinnuverndarskóla Íslands og taki við rekstri hans frá og með 1. júní 2023.

Guðmundur Kjerúlf og Eggert Björgvinsson komu að stofnun Vinnuverndarskóla Íslands og þekkja rekstur hans því mjög vel. Vinnuverndarnámskeið munu yfirtaka öll námskeið Vinnuverndarskóla Íslands og halda þau á vegum Vinnuverndarnámskeið ehf hér eftir.

Vinnuverndarnámskeið ehf bjóða viðskiptavini Vinnuverndarskóla Íslands velkomna í viðskipti hjá Vinnuverndarnámskeið ehf og lofa þeim mjög góðri þjónustu.

Kaupsamningur var undirritaður 31. maí 2023.

Elvar Smári Sævarsson frá Keili, Eggert Björgvinsson og Guðmundur Kjerúlf frá Vinnuverndarnámskeið ehf og Nanna Kristjana Traustadóttir frá Keili.

01.06.2023

vinnuverndarskolinn

Tvö Verkstjóranámskeið fyrir BYGG

Vinnuverndarnámskeið ehf héldu nýlega  2 verkstjóranámskeið fyrir BYGG, námskeiðin voru haldin í samvinnu við Iðuna og í þeirra húsnæði.

Fyrir námskeiðin heimsóttu fulltrúar Vinnuverndarnámskeið byggingarvinnustað hjá BYGG við Nónhamar í Hafnarfiðri. Teknar voru myndir á staðnum og notaðar á námskeiðunum. Aðstæður hjá BYGG voru til fyrirmyndar t.d. starfsmannaaðstaða, vinnupallar, vinnulyftur, notkun persónuhlífa o.fl.

Á myndunum eru flottir vinnupallar með sérstöku stigahúsi og spjald í vasa á vinnupalli. Starfsmenn BYGG yfirfara vinnupallana a.m.k. vikulega og kvitta á spjalið að pallarnir séu í lagi. Það að yfirfara palla reglulega, hafa spjald í pöllunum og kvitta fyrir yfirferðinni er lagaskylda í Noregi og víðar. Við hjá Vinnuverndarnámkseið ehf höfum ekki séð þetta hér á landi hjá öðrum en BYGG.

05.05.2023

Bygg vinnuvernd
Vinnuvernd Bygg

Námskeið fyrir KS á Sauðárkróki

Vinnuverndarnámskeið ehf héldu námskeið fyrir 17 öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði hjá KS á Sauðárkróki 1. febrúar. Þátttakendur á námskeiðinu höfðu fengið kennsluefni til undirbúnings 2 vikum fyrr.

Sérfræðingar Vinnuverndarnámskeið byrjuðu á því að morgni að heimsækja mjólkurvinnslu, byggingavöruverslun og bifreiðaverkstæði KS. Þessir vinnustaðir voru snyrtilegir og vel skipulagðir út frá vinnuverndarsjónarmiði. Tekinn var fjöldi mynda sem var svo notaður á námskeiði eftir hádegi í kennslustofu. Það varð mikil og góð umræða milli sérfræðinga Vinnuverndarnámskeiðs ehf og þátttakenda á námskeiðinu. Vinnuverndarstarf KS er til fyrirmyndar og mikill vilji til að gera enn betur í öryggis- og vinnuverndarmálum.

Hér eru 2 myndir úr heimsóknunum. Efri myndin er af björtum og snyrtilegum gangi þar sem sjá má aðskildar göngu- og akstursleiðir, kúluspegil til að auka yfirsýn, árekstrarvara, útljós og fjölda niðurfalla. Við kölluðum þennan gang „fyrirsætu-ganginn“.

Á neðri myndinni má sá hlið á palli milli hæða. Hliðið er þannig að lyftarar geta „keyrt“ byrðina á það og skilið hana eftir. Hliðið lokast sjálft þegar byrðin er tekin í burtu. Þetta er með því einfaldasta og flottasta sem við höfum séð, enginn mótor, gormur eða spenna. Rörin á hliðinu eru bogin upp á við og leita alltaf til baka. Dásamlega einfalt og öruggt.

06.02.2023

KS_Suadarkroki
KS_Saudarkroki

Tvö námskeið um lokað rými fyrir Norðurorku

Vinnuverndarnámskeið ehf héldu tvö námskeið um lokað rými fyrir Norðurorku. Námskeiðin voru á Teams, fyrra námskeiðið var klukkan 8 og seinna námskeiðið var klukkan 13. Mikil umræða varð á námskeiðunum, góðar spurnigar og margar hugmyndir komu frá starfsfólki hvað væri hægt að gera betur.

16.01.2023

namskeid nordurorku

Námskeið fyrir Fagurverk

Fyrirtækið Fagurverk ehf sem er vaxandi fyrirtæki í jarðvinnu, hellulögnum og garðvinnu, hafði samband við okkur hjá Vinnuverndarnámskeið ehf, þau vantaði m.a. aðstoð við að koma á kerfi öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða. Einnig vildu þau fá okkur til að skoða vinnuaðstæður þeirra með tilliti til vinnuverndar og slysavarna. Við heimsóttum vinnustöðvar Fagurverks, tókum myndir og bjuggum til u.þ.b. tveggja klukkutíma námskeið um almenna vinnuvernd. Fjallað var um réttidi, skyldur og ábyrgð atvinnurekenda og launamanna á vinnuverndarstarfi en einnig var öryggistrúnaðarmannakerfið kynnt.

Í miðju námskeiðinu var gert stutt hlé, öryggistrúnaðarmaður kosinn og einnig var kynntur öryggisvörður sem atvinnurekandi hafði skipað. Þetta gekk mjög vel og var frábært tækifæri til að kynna öryggistrúnaðarmanninn og öryggisvörðinn fyrir öllu strafsfólki. Eftir hlé var farið yfir aðstæður hjá Fagurverki, vélar og tæki þeirra.  Sýndar voru myndir úr þeirra vinnuumhverfi og kynnt þrjú atriði sem auðvelt var að bæta hjá fyrirtækinu varðandi vinnuvernd og öryggi starfsfólks.

Í vor munum við svo heimsækja þau aftur og skoða hvernig þeim hefur gengið að bæta vinnuumhverfið. Þá verða tekin fyrir ný atriði sem geta bætt vinnuumhverfið og aukið öryggi þeirra enn frekar. Námskeiðið lagðist vel í bæði starfsfólk og stjórnendur.

22.12.2022

vinnuvernd namskeid

Námskeið fyrir ISAVIA

Vinnuverndarnámskeið ehf hélt tvisvar sinnum þrjú námskeið fyrir ISAVIA. Námskeiðin voru um áhættumat, fallvarnir – vinnu í hæð og vinnu í lokuðu rými. Námskeiðin fóru fram hjá ISAVIA í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Á myndunum
má sjá þátttakendur hlusta á fyrirlestra og vinna hópverkefni um áhættumat.
Hópavinnan gekk vel og voru þátttakendur sérstaklega ánægðir með hana.

12.12.2022

Námskeið fyrir Össur

Össur bað okkur um að halda fyrirlestur um vinnuverndarstarf sem hluta af fræðslu í öryggisviku þeirra í október. Það var gaman og fróðlegt að heimsækja Össur og sjá hvað þar er verið að gera marga flotta og spennandi hluti varðandi vinnuverndar- og öryggismál. Við munum þjónusta þá meira í framhaldinu með ýmsum námskeiðum. Myndin er frá fyrirlestrinum í öryggisvikunni.

01.11.2022

namskeid össur

Verkstjóranámskeið fyrir BYKO

Vinnuverndarnámskeið ehf héldu 3 verkstjóranámskeið fyrir BYKO í október. Námskeiðin voru haldin  í kennslustofu BYKO í Breidd.

Á myndinni eru æðstu stjórnendur og forstjóri BYKO en þau mættu á eitt námskeiðanna.

27.10.2022

verkstjóranámskeið

Heit vinna

Vinnuverndarnámskeið ehf hélt þrjú námskeið í október um heita vinnu fyrir starfsfólk ÍSAL.
Það var góð umræða á öllum námskeiðunum m.a. um slípirokka, gastæki, eldvarnir, fallvarnir við heita vinnu o.fl.

18.10.2022

heita vinna

Fimm námskeið fyrir iðnaðarmenn á Landspítalanum.

Vinnuverndarnámskeið ehf hélt fimm námskeið fyrir iðnaðarmenn Landspítalans í apríl og maí.
Hvert námskeið fjallaði um vinnuverndarstarf, áhættumat, vinnuslys og fallvarnir. 
Það skapaðist góð umræða á öllum námskeiðunum og það er stefnt á að halda framhaldsnámskeið í haust.
 

21.07.2022 

vinnuvernd namskeid

Námskeið fyrir GG-verk á íslensku, ensku og pólsku

Vinnuverndarnámskeið ehf hélt nokkur námskeið um vinnuslys og fallvarnir fyrir GG-verk á íslensku, ensku og pólsku. Námskeiðin voru haldin í húsnæði GG-verks. Eftir COVID fárið var gaman að hitta fólk í raunheimum og eiga samtal um vinnuverndarmál. Einnig var haldið verkstjóranámskeið í TEAMS. Myndin vinstra megin er frá fallvarnarnámskeiði á ensku og á hægri myndinni túlkar Magdalena á pólsku. 

28.03.2022 

Vinnuvernd á ensku
vinnuvernd á pólsku