Heit vinna

Heit vinna fer fram þar sem unnið er með opinn eld eða verkfæri sem gefa frá sér neista. Þar má helst nefna logsuðu, rafsuðu, slípirokka, bræðslu á pappa, bræðslu málma o.fl. Fjallað verður um áhættumat við „heita vinnu“. Hvenær ætti að gefa út vinnuleyfi og hver gefur það út. Að lokum er fjallað um brunavarnir og slökkvitæki.

Dagskrá námskeiðsins:

  1. Kynning
  2. Hvað er heit vinna?
  3. Lög og reglur
  4. Vinnuverndarstarf
  5. Áhættumat – vinnuleyfi
  6. Skráning slysa og atvika
  7. Viðhaldsvinna – nýbyggingar
  8. Efni og efnahættur
  9. Efni sem losna úr læðingi, bruni á súrefni
  10. Vinna í hæð
  11. Vinna í lokuðu rými
  12. Propangas og gashylki
  13. Hitun á stórum fleti (Þök)
  14. Eldhætta, suðuvinna og slípivinna
  15. Vinnuleyfi
  16. Slökkvitæki og eldvarnir
  17. Fræg slys vegna heitrar vinnu

Verð og upplýsingar

Námskeiðið kostar 20.800 kr. en gefinn er afsláttur fyrir hópa

Næsta námskeið verður haldið á Google Meet:

  • 17. desember Klukkan 13:00 til 15:00

Flest stéttarfélög, Virk, Rafmennt, Iðan, Vinnumálastofnun og Áttan veita styrki fyrir námskeiðinu eða hluta þess.

Hægt er að halda námskeiðið fyrir einstök fyrirtæki eftir nánara samkomulagi og aðlaga það að viðkomandi starfsemi.