Katlanámskeið um lítil kerfi
Gufubúnaður er notaður á mörgum stöðum allt frá mötuneytum yfir í dauðhreinsun á spítölum. Búnaðurinn vinnur yfirleitt á lágum þrýstingi en getur engu að síður skapað mikla hættu ef eitthvað fer úrskeiðis.
Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við lítil kerfi eða eru nærri slíkum búnaði. Uppbygging námskeiðsins:
- Uppbygging kerfisins og virkni þess
- Rekstur og ráðlagt reglubundið eftirlit
- Hvaða öryggisbúnaður þarf að vera til staðar
- Prófanir og virkni öryggisbúnaðarins
- Vatn og meðhöndlun þess
- Til að minnka úrfellingar
- Uppsöfnun á óhreinindum í kerfinu
- Aðferðir til að koma í veg fyrir tæringu
Verð og upplýsingar
Kennari: Ágúst Ágústsson iðnaðartæknifræðingur
Verð: 23.900 KR á mann en gefinn er afsláttur fyrir hópa.
Næsta námskeið á Google Meet verður haldið:
- 1. október klukkan 13:00 til 15:00
Námskeiðið byrjar klukkan 13:00 og stendur til 15:00
Námskeiðið byggist upp af fyrirlestrum og sýndur er fjöldi mynda af raunverulegum aðstæðum. Fjallað verður um nokkur slys við lítil gufukerfi. Í lok námskeiðsins eru umræður með þátttakendum.
Flest stéttarfélög, Virk, Rafmennt, Iðan, Vinnumálastofnun og Áttin veita styrki fyrir námskeiðinu eða hluta þess.
Hægt er að halda námskeiðið fyrir einstök fyrirtæki