Námskeið um röraverkpalla
Fjallað verður um uppsetningu, notkun og niðurtöku röraverkpalla miðað við kröfur í reglugerð um röraverkpalla frá 2018.
Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Í lok bóklegs hluta námskeiðsins taka nemendur skriflegt krossapróf sem þeir þurfa að standast. Á námskeiðinu eru vinnuverndarlögin kynnt stuttlega og farið er yfir helstu reglugerðir sem tengjast fallvörum. Kennt er ítarlega um kröfur í reglugerð um röraverkpalla nr. 729 frá 2018.
Aðrar fallvarnir en röraverkpallar eru kynntar s.s. trévinnupallar, stigar og tröppur, körfukranar (spjót), skæralyftur, hengiverkpallar, skotbómulyftarar með CE merktri mannkörfu, mannkörfur fyrir lyftara, mannkörfur fyrir krana, CE merktar mannkörfur fyrir krana, vinnulyftur og að lokum verður fjallað um fallbelti og öryggislínur.
Gerð skriflegrar áætlunar um öryggi og heilbrigði (áhættumat) er kynnt og farið verður yfir hvernig á að gera slíka áætlun vegna vinnu í hæð. Öryggis og heilbrigðisáætlun á byggingarvinnustað er kynnt stuttlega.
Fyrir hádegi er bóklegur hluti námskeiðssins kenndur en eftir hádegi fer fram verkleg kennsla um uppsetningu, notkun og niðurtöku röraverkpalla.
Verð og upplýsingar
Verð: 69.900 KR á mann, gefinn er afsláttur fyrir hópa. Hámarksfjöldi þátttakenda er 12.
Hvar: Námskeiðið er kennt hjá Rafmennt Stórhöfða 27, 110 Reykjavík. Einnig er hægt að kenna námskeiðið hjá fyrirtækjum eftir samkomulagi.
Hvernig: Námskeiðið er bóklegt fyrir hádegi, þá fara fram fyrirlestar og sýndur er mikill fjöldi mynda af raunverulegum aðstæðum. Bóklega hlutanum líkur með skriflegu krossaprófi, svara þarf 80% af prófinu rétt til að standast það. Eftir hádegi fer fram verkleg þjálfun í uppsetningu og niðurtöku röraverkpalla.
Flest stéttarfélög, Virk, Rafmennt, Iðan, Vinnumálastofnun og Áttin veita styrki fyrir námskeiðinu eða hluta þess.
Næsta námskeið verður: 2. október frá 08:30 til 17:00.
Kennarar
Eggert Björgvinsson og Guðmundur Kjerúlf frá Vinnuverndarnámskeið ehf kenna bóklega hlutann en Aron Tafjord frá Skaff ehf kennir verklega hlutann.