Öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir
Farið er yfir hlutverk öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda á vinnustöðum.
Vinnuverndarlögin og reglugerðir um vinnuverndarmál eru kynnt. Farið er yfir helstu málaflokka vinnuverndarinnar, s.s. líkamsbeitingu, efni og inniloft, vélar og tæki, umhverfisþætti eins og t.d. hávaða og lýsingu og sálfélagslegt vinnuumhverfi, einelti og áreitni. Farið er ítarlega yfir áhættumat starfa en það er helsta hlutverk öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða að framkvæma það og fylgja því eftir.
Námskeiðið fylgir námskrá frá Vinnueftirlitinu.
Verð og upplýsingar
Námskeiðið fer bæði fram í fjarnámi og útsendingu gegnum Google Meet. Viku fyrir námskeiðið fá þátttakendur senda fyrirlestra og verkefni sem þeir skoða áður en námskeiðið er klárað í fjarfundi (Google Meet).
Á fjarfundinum eru rifjuð upp aðalatriði námskeiðsins og farið yfir verkefni námskeiðsins. Einnig verða lögð fyrir raunhæf verkefni í útsendingunni.
Flest stéttarfélög, Virk, Rafmennt, Iðan, Vinnumálastofnun og Áttin veita styrki fyrir námskeiðinu eða hluta þess.
Næstu námskeið verða haldin
- 07. okt. á íslensku
- 04, nóv á íslensku
- 25. nóv. á ensku
- 09. des. á íslensku
Hægt er að halda námskeiðið fyrir einstök fyrirtæki eftir nánara samkomulagi og aðlaga það að viðkomandi starfsemi.
Verð 36.900 ISK á mann