Sálfélagslegt vinnuumhverfi, einelti og áreitni

Hvað er sálfélagslegt vinnuumhverfi? Hvernig er hægt að gera áhættumat vegna sálfélagslegs vinnuumhverfis? Hvað er einelti og áreitni? Vinnuverndarlögin nr. 46/1980 og reglugerð um einelti og áreitni á vinnustað nr. 1009/2015 eru kynnt. Hverjir verða fyrir einelti og áreitni? Hvað geta vinnustaðir gert til að fyrirbyggja einelti og áreitni. Fjallað er um mikilvægi þess að taka markvisst á slíkum málum komi þau upp. Einnig verður sýnd og fjallað um vandaða “stefnu og viðbragðsáætlun” vegna eineltis og áreitni.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Alla sem vilja öðlast meiri þekkingu á sálfélagslegu vinnuumhverfi, einelti, áreitini og áhættumati vegna slíkra mála. 

Ávinningur

Aukin þekking á sálfélagslegu vinnuumhverfi, einelti og áreitni, frekari tækifæri til að koma í veg fyrir að slík mál komi upp.

Verð og upplýsingar

Verð: 21.600 kr. á mann, gefinn er afsláttur fyrir hópa.

Hægt er að halda námskeiðið fyrir einstök fyrirtæki eftir nánara samkomulagi.

Næstu námskeið: 26. febrúar 2024, klukkan 13:00 til 15:00

Lengd: 2 klst. á Teams

Flest stéttarfélög, Virk, Rafmennt, Iðan og Vinnumálastofnun veita styrki fyrir námskeiðinu eða hluta þess.