Vinnuverndarnámskeið ehf

Vinnuverndarnámskeið ehf var stofnað í desember 2021 af Eggerti Björgvinssyni, Guðmundi Kjerúlf og Leifi Gústafssyni. Skólinn verður með mikla flóru vinnuverndarnámskeiða í boði. Skólinn er einnig með Grunnnámskeið vinnuvéla og Brúkrananámskeið. Skólinn getur farið í heimsókn í fyrirtæki til undirbúnings fyrir námskeið.

Starfsfólk
Guðmundur Kjerúlf

Guðmundur Kjerúlf

Eigandi og kennari

Er með BA próf í heimspeki, MA í opinberri stjórnsýslu og kennarapróf. Guðmundur vann hjá Vinnueftirlitinu frá 2007 til 2019, fyrst sem verkefnastjóri í fræðsludeild en síðar sem aðstoðardeildarstjóri fræðsludeildar. Guðmundur var forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands frá 2020 til 2021. Guðmundur hefur víðtæka þekkingu á vinnuverndarmálum, m.a. vinnuverndarstarfi, áhættumati, vinnuslysum, öryggismenningu og sálfélagslegu vinnuumhverfi.

Eggert Björgvinsson

Eigandi og kennari

Vélstjóri, grunnskólakennari og með MPA próf í opinberri stjórnsýslu. Eggert vann hjá Vinnueftirlitinu frá 2016 til 2019. Fyrst sem verkefnastjóri í fræðsludeild og síðast á vinnuvélasviði. Eggert var verkefnastjóri hjá Vinnuverndarskóla Íslands frá 2020 til 2021.

Eggert hefur víðtæka þekkingu á vinnuverndarmálum og sérstaka þekkingu á öryggi vinnuvéla og vélbúnaðar.

Leifur Gústafsson​

Eigandi

Vélstjóri, rekstrartæknifræðingur og með diploma í lýðheilsu og opinberri stjórnsýslu. Leifur vann hjá Vinnueftirlitinu frá 2007 til 2019, fyrst sem fagstjóri áhættumats og síðar sem sérfræðingur í tæknideild. Leifur hefur víðtæka þekkingu á vinnuverndarmálum, m.a. áhættumati, öryggi véla, þrýsti- og gasbúnaði, CE merkingum o.fl. Leifur er sérfræðingur í vinnuslysum og stýrði rannsóknum á banaslysum fyrir hönd Vinnueftirlitsins.

Magdalena Poslednik

verkefnastjóri

Magdalena hefur sinnt ýmsum störfum í ferðaþjónustu síðan 2012. Hún lauk BS-gráðu í ferðamálafræði frá HÍ árið 2016 og MS gráðu í markaðsfræði frá HR árið 2020.

Hún mun aðstoða við gerð kennsluefnis fyrir ensku og pólskumælandi nema og bera ábyrgð á markaðssetningu.

Starfsreynsla og þátttaka í vinnuverndarstarfi

Eggert, Guðmundur og Leifur hafa setið fjölda námskeiða hérlendis og erlendis um vinnuverndarmál. Þeir hafa búið til tugi vinnuverndar- og öryggisnámskeiða og haldið hundruð námskeiða og fyrirlestra um vinnuverndarmál um allt land síðan 2007. Þeir hafa einnig búið til fjölda bæklinga og leiðbeininga um vinnuvendarmál, m.a um áhættumat, vinnuslys, vinnuvélar, öryggi við vélar, sálfélagslegt vinnuumhverfi, vinnu í hæð o.fl. Einnig tóku þeir þátt í og stýrðu stórum eftirlitsátökum fyrir hönd Vinnueftirlitsins og hafa tekið þátt í innlendu og erlendu samstarfi og rannsóknum á sviði vinnuverndar. Þeir hafa búið til sértækt vinnuverndarefni og myndbönd með fyrirtækjum, aðilum vinnumarkaðarins, tryggingafélögum og sjónvarpsstöðum.

Eggert, Guðmundur og Leifur hafa víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hafa unnið fjölda starfa til sjós og lands gegnum árin, m.a. í fiskvinnslu, við sjómennsku, í landbúnaði, verslunarstörf, byggingarvinnu, verkamannavinnu, við bíla- og vinnuvélaviðgerðir, verksmiðjuvinnu, í vélsmiðju, kennslu, hreingerningar, garðvinnu, rekið vinnuvélar, sölumennsku, við tryggingar, afgreiðlsu, í hafnarvinnu, uppskipun, leigubíla- rútu- og vörubílaakstur, lagervinnu, leiðsögn, tónlistarkennslu, smíðakennslu, opinber störf hjá stofnunum og fleira og fleira.  

NÁNARI UPPLÝSINGAR

897 1179
897 0133