Lokað rými er rými sem menn komast inn í, t.d. til að vinna en eru almennt ekki hönnuð eða ætluð til að vinna reglulega í
Einnig rými þar sem loftgæði geta með litlum fyrirvara orðið hættuleg mönnum, vegna hönnunar og eðlis rýmisins
Lokað rými getur verið hvaða rými eða hólf sem er, þar sem inn- og útgöngu möguleikar eru takmarkaðir
Dagskrá námskeiðsins:
Kynning, lög, reglur og vinnuverndarstarf
Áhættumat við viðhaldsvinnu
Vinnuleyfi og skráning slysa
Hvað er lokað rými?
Hættur í lokuðu rými
Undirbúningur vinnu í lokuðu rými
Tíu öryggisatriði við hreinsun tanka
Að æfa hættulegar aðstæður
Slys við vinnu í lokuðu rými
Myndband um raunverulegt slys
Umræður
Verð og upplýsingar
Verð 20.900 á mann en gefinn er afsláttur fyrir hópa.
Næsta námskeið verður haldið:
19. desember
Námskeiðin byrja alltaf klukkan 13:00 og standa til 15:00
Námskeiðið er kennt í fjarfundi gegnum Google Meet. Námskeiðið byggist upp af fyrirlestrum og sýndur er fjöldi mynda af raunverulegum aðstæðum. Einnig er farið í gegnum stutt myndband byggt á raunverulegu slysi. Í lok námskeiðsins eru umræður með þátttakendum.
Flest stéttarfélög, Virk, Rafmennt, Iðan, Vinnumálastofnun og Áttin veita styrki fyrir námskeiðinu eða hluta þess.
Hægt er að halda námskeiðið fyrir einstök fyrirtæki eftir nánara samkomulagi og aðlaga það að viðkomandi starfsemi.