Vinnuslys

Farið verður yfir nokkrar skilgreiningar á vinnuslysum. Hvað er vinnuslys, óhapp og næstum slys? Er skylda að skrá og tilkynna öll vinnuslys til Vinnueftirlitsins? Hverjar eru algengustu orsakir vinnuslysa? Hvaða forvörnum er vænlegast að beita til að koma í veg fyrir vinnulsys. Settar verða fram skilgreingar á þremur stigum forvarna vegna vinnuslysa. Hugmyndafræði Safety I og II er kynnt. Þátttakendur greina myndir og myndbönd af raunverulegum vinnuslysum. Að lokum er fjallað stuttlega um tölfræði vinnuslysa.

Verð og upplýsingar

Námskeiðið er kennt í fjarfundi gegnum Google Meet.

Námskeiðið byggist upp af fyrirlestrum og sýndur er fjöldi mynda og myndbanda. 

Næsta námskeið verður haldið:

  • 22.03.2025 13:00 til 16:00

Verð 26.900 ISK á mann, gefinn er afsláttur fyrir hópa.

Flest stéttarfélög, Virk, Rafmennt, Iðan, Vinnumálastofnun og Áttin veita styrki fyrir námskeiðinu eða hluta þess.

Hægt er að halda námskeiðið fyrir einstök fyrirtæki eftir nánara samkomulagi og aðlaga það að viðkomandi starfsemi.