Námskeið: Öryggi við vélar

Vélar eru notaður á flestum vinnustöðum.  Vélar geta verið hættulegar og á Íslandi hafa orðið fjölmörg alvarleg slys við vélar í gegnum tíðina. Hægt er að koma í veg fyrir nánast öll slys við vélar með réttum búnaði og góðri umgengni.

Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við vélar og kringum þær.

Uppbygging námskeiðsins:

  • Skilgreiningar á vélum og tækjum
  • Reglur og reglugerðir um vélar og tæki
  • Merkingar véla og CE-merking
  • Öryggisbúnaður véla og öryggisfjarlægðir
  • Áhættumat fyrir vinnu við vélar 
  • Slys við vélar

Verð og upplýsingar

Verð: 23.300 KR á mann en gefinn er afsláttur fyrir hópa.

Námskeiðið er haldið á Google Meet og hægt er að skrá sig á SKRÁNING hér fyrir neðan og velja námskeiðið í flettiglugganum.

  • Næsta námskeið er 13. október 2025.  kl. 13:00 til 15:00

Námskeiðið byggist upp af fyrirlestrum og sýndur er fjöldi mynda af raunverulegum aðstæðum. Í lok námskeiðsins eru umræður með þátttakendum.

Flest stéttarfélög, Virk, Rafmennt, Iðan, Vinnumálastofnun og Áttin veita styrki fyrir námskeiðinu eða hluta þess.

Hægt er að halda námskeiðið fyrir einstök fyrirtæk