Úttektir á vinnuverndar- og öryggismálum

Vinnuverndarnámskeið ehf. tekur að sér úttektir á vinnuverndar- og öryggismálum fyrir fyrirtæki. Úttektir eru framkvæmdar í samráði við stjórnendur fyrirtækja, hvað á að skoða í úttektinni og hvenær. Úttektir geta farið fram einu sinni, mánaðarlega, árlega eða eftir frekara samkomulagi.

Lögð er áhersla á að skoða og fjalla um það sem vel er gert og líka það sem má gera betur. Í úttektum eru teknar myndir og notaðar í skýrslu um ástand vinnuverndar- og öryggismála hjá fyrirtækinu. Í skýrslunni eru settar fram tillögur að úrbótum á því sem má gera betur.  

Dæmi um hvað er skoðað í úttekt á vinnuverndar- og öryggismálum:

  1. Hvernig er aðkoman að fyrirtækinu? Umgengni, ræsting og skipulag á bílaplani, aksturs- og gönguleiðir, merkingar, lýsing o.fl.
  2. Hvernig er farið inn í fyrirtækið, skráning, persónuhlífar gesta, fræðsla o.fl.?
  3. Umgengni og ræsting innan fyrirtækisins, notar starfsfólk persónuhlífar og öryggisbúnað?
  4. Ástand véla og tækja, eru öryggishlífar á sínum stað, eru handrið á sínum stað, eru neyðarstopp aðgengileg og í lagi? Annar öryggisbúnaður, ástand og notkun.
  5. Ástand og notkun vinnuvéla, vinnuvélaréttindi, eru vinnuvélar í góðu ástandi, með gilda skoðun og hreinar?
  6. Notkun varúðarmerktra efna, öryggisblöð, persónuhlífar, geymsla, neyðarsturta og augnskol, frágangur o.fl.
  7. Stigar, tröppur og pallar, ástand og notkun, eru þessi tæki merkt og í lagi?
  8. Eru notuð léttitæki, tillistólar, hjólaborð, lyftur o.fl.?
  9. Hvernig er loftræsting, lýsing, hávaði o.fl.?
  10. Slökkvibúnaður, neyðarútgangar og neyðarbúnaður, ástand og aðgengi. Er búið að setja eitthvað dót/drasl fyrir þennan búnað, virka neyðarútgangar?
  11. Kaffistofur og salerni, aðgengi og ástand.

Einnig er hægt að fara yfir vinnuverndarstarf fyrirtækisins og framkvæmd þess eftir frekara samkomulagi.

Nánari upplýsingar: vinnuverndarskolinn@gmail.com